Fara á efnissvæði
Til baka

EM2020 Stærsti sjónvarpsviðburður ársins á Stöð 2 Sport

fimmtudagur, 20. maí 2021
EM2020 Stærsti sjónvarpsviðburður ársins á Stöð 2 Sport

Framundan er 51 stórleikur í stærsta sjónvarpsviðburði ársins og við erum að tryllast úr spenningi. EM er einn stærsti íþróttaviðburður í heimi en yfir tveir milljarðar manna horfðu EM 2016 og 600 milljónir horfðu á úrslitaleikinn Portúgal – Frakkland.

Okkar helstu fótboltaspekúlantar, Helena Ólafs og Gummi Ben munu keyra upp stemmninguna í upphitunarþáttum sem verða á dagskrá dagana 7. – 9. júní. EM hefst svo 11. júní og stendur til 11. júlí og þau Gummi og Helena fjalla um keppnina, bæði fyrir og eftir alla leiki, í þættinum EM í dag.

Nánari upplýsingar um tækifærin kringum EM er að finna hér:

EM 2020 Birtingarpakkar

EM í dag Birtingarpakkar

EM 2020 skjáauglýsingar

Ekki hika við að hafa samband við okkur hér til að fá frekari aðstoð.