Fara á efnissvæði
Til baka

FRÁBÆRT 2021 AÐ BAKI

föstudagur, 21. janúar 2022
FRÁBÆRT 2021 AÐ BAKI

Miðlarnir okkar eru í stöðugri þróun og fjölmargar nýjungar litu dagsins ljós á síðast ári sem styrktu stöðu okkar á markaðnum.

Við erum sérstaklega stolt af árangri Vísis en Vísir.is varð stærsti vefmiðill landsins árið 2021 og er það enn. 87,7% landsmanna á aldrinum 18 – 80 ára heimsækja Vísir.is vikulega eða oftar.¹

Meðal nýjunga sem við kynntum til sögunnar á Vísi er efnismiðuð markaðssetning sem gefur auglýsendum kost á að tengja auglýsingar sínar við ákveðin efnisorð frétta á Vísi. Staðsetningarmiðuð markaðssetning er önnur nýjung síðasta árs en þá geta auglýsendur birt auglýsingu á ákveðnu landssvæði. Fleiri tækifæri á Vísi má kynna sér hér.

Hlustun á útvarpsstöðvar okkar óx jafnt og þétt en vikulega náði Bylgjan til 53,8 prósenta allra hlustenda á aldrinum 18 – 80 ára.¹ Við kynntum nýtt útvarpsapp til sögunnar og settum splunkunýjar heimasíður útvarpsmiðlanna í loftið. Okkar frábæra dagskrárgerðarfólk stendur vaktina sem aldrei fyrr og heldur hlustendum við efnið alla daga.

Stöð 2 blómstraði sérstaklega á liðnu ári í kjölfar breytinga sem við réðumst í. Við fækkuðum auglýsingahólfum svo skilaboð auglýsenda ná nú augum áhorfenda með þéttari og skilvirkari hætti.  Áskrifendum fjölgaði í kjölfarið svo um munaði og hafa ekki veri fleiri í tíu ár!   

31.735 heimili á Íslandi eru með áskrift að Stöð 2 og 41.748 heimili á Íslandi eru með áskrift að Stöð 2+

Síðast en ekki síst kynntum við glænýja sjónvarpsstöð til sögunnar Stöð2 Vísir. Stöð 2 Vísir er í opinni dagskrá allan sólarhringinn og er tengd frétta- og dægurefni Vísis. Þar eru möguleikar á beinum útsendingum viðburða, blaðamannfundum, tónleikum, listviðburðum, fyrirlestrum og ýmsu fleiru.

Fleiri ótrúlega spennandi hlutir eru í pípunum sem við hlökkum til að kynna á nýju ári.

 

Heimild¹: Fjölmiðlamælingar Gallup, 3. ársfjórðungur 2021