Fara á efnissvæði
Til baka

Haustkynning miðlanna okkar

miðvikudagur, 14. september 2022
Haustkynning miðlanna okkar

Jenni Romaniuk, rannsóknarprófessor við Ernhberg-Bass stofnunina við Háskólann í Suður-Ástralíu, hélt frábært erindi um vörumerki og vörumerkjavirði á haustkynningu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í Gamla bíói í liðinni viku. Hér má lesa skemmtilegt viðtal við Jenni þar sem hún fjallar meðal annars um breytingar á útliti vörumerkja. Á haustkynningunni var líka farið yfir þá spennandi dagskrá sem framundan er á öllum okkar miðlum í vetur auk þess sem tónlistarmennirnir Herra hnetusmjör og Húgó komu fram. Vísir birti myndaveislu frá kvöldinu sem hægt er að kíkja á hér. 

Við skemmtum okkur svakalega vel og hlökkum til vetrarins með ykkur. Takk fyrir komuna.