Fara á efnissvæði
Til baka

HLUstENDAVERÐLAUNiN 2022

þriðjudagur, 22. mars 2022
HLUstENDAVERÐLAUNiN 2022

Hlustendaverðlaun Bylgjunnar, FM957 og X977 fóru fram í níunda sinn þann 19. mars og voru í opinni dagskrá í beinni á Stöð 2 og streymt á Vísi. Dagskráin var frábær en Írafár, Aron Can, Sigga Beinteins, Kælan mikla, Bríet, GDRN, Jón Jónsson og Hugo voru á meðal þeirra sem komu fram.

Við erum hrikalega stolt af hátíðinni. Hlustendaverðlaunin eru okkar stærsti viðburður á hverju ári en með þeim viljum við gefa hlustendum tækifæri til að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk sem skaraði fram úr á árinu. Útvarpsfólkið okkar hélt sem fyrr utan um dagskrána með glæsibrag og hlustendur tóku svo sannarlega virkan þátt en hátt í hundraðþúsund atkvæði bárust gegnum kosninguna sem fram fór á Vísi.

GDRN var valin söngkona ársins og Aron Can söngvari ársins. Aron Can átti einnig plötu ársins, Andi líf hjarta sál. Ef ástin er hrein var kosið lag ársins en flytjendur eru Jón Jónsson og GDRN. Bríet var kosin poppflytjandi ársins og Kaleo rokkflytjandi ársins. Tónlistarmaðurinn HUGO var valinn nýliði ársins og Birnir og Páll Óskar fengu myndband ársins Spurningar.