
Hlustendaverðlaunin voru veitt í tíunda sinn þann 17. mars og sýndum við beint frá viðburðinum á Stöð 2 og Vísi. Verðlaunin eru sannkölluð uppskeruhátíð íslenskrar tónlistar en útvarpsstöðvarnar okkar, Bylgjan, FM957 og X977 standa að þessum glæsilega viðburði.
Fram komu Friðrik Dór, Una Torfa, Júlí Heiðar, Reykjavíkurdætur, Superserious, Emmsjé, Gauti, Klara Elias, Eyþór Ingi og Babies, Daniil og Saga Matthildur. Og hélt útvarpsfólkið okkar sem fyrr utan um glæsilega dagskrána.