Fara á efnissvæði
Til baka

Íslenski boltinn slær áhorfsmet

mánudagur, 21. júní 2021
Íslenski boltinn slær áhorfsmet

Sagði einhver „lífið er fótbolti?“ Íslendingar sitja hreinlega límdir við sjónvarpsskjáinn ef marka má áhorfstölur á íslenska boltann. Við gerum honum líka góð skil á Stöð 2 Sport og sýnum beint frá yfir hundrað leikjum auk þess sem Gummi Ben og Helena Ólafs kryfja leikfléttur. PEPSI MAX deildin er á komin á fullt flug og hefur áhorf á deildina náð nýjum hæðum, bæði karla og kvenna. Aldrei hafa fleiri fylgst með leikjum en meðal dekkun skv. PPM mælum og myndlyklum er 8.299 manns á leik. Það er einnig sérstaklega gaman að sjá hækkandi áhorfstölur á kvennaleikina en 6.145 horfðu á  frábæran leik milli Vals – Breiðabliks, 27. maí.

Metfjöldi áskrifenda

Við erum að gera því skóna að covid og það sérstaka ástand sem ríkt hefur í samfélaginu undanfarna mánuði hafi þau áhrif að fólk horfi meira á sjónvarpið, hver veit… Við stefnum allavegana í met í fjölda áskrifenda en 20. júní voru 21.590 manns með áskrift að Stöð 2 Sport! (áskrifendur af EM2020 eru ekki teknir með í þann fjölda). Spennan á bara eftir að aukast og margir stórir leikir framundan í bæði karla- og kvennaboltanum í júlí, ágúst og september.

Hér má sjá topp 5 listann í áhorfi á Íslenska Boltann fyrstu 6 vikur á Stöð 2 Sport.

Pepsi Max Karla 

Víkingur R. – Breiðablik, 16 maí                 17.004
Stjarnan – KA, 24 maí                                  16.523
KR – ÍA, 30 maí                                             15.742
FH – Valur, 9 maí                                          13.879
Víkingur R. – Fylkir, 25 maí                          13.351

Pepsí Max Kvenna 
Valur – Breiðablik, 27 maí                           6.145
Valur – Stjarnan, 5 maí                                3.920
Fylkir – Tindastóll, 10 júní                           3.880
KA – Selfoss, 11 maí                                   3.615
Keflavík – Þróttur, 15 maí                            3.324

Þeir sem vilja tryggja sér sýnileika í kringum Íslenska Boltann geta sótt upplýsingar um auglýsingapakka hér fyrir neðan:

Íslenski boltinn - Birtingarpakkar
Íslenski boltinn - Skjáauglýsingar
Pepsi Max Karla og Kvenna - Birtingarpakki

* Heimild: Rafrænar Ljósvakamælingar Gallup