Fara á efnissvæði
Til baka

Íslenski Boltinn - Yfir hundrað leikir í beinni!

mánudagur, 17. maí 2021
Íslenski Boltinn - Yfir hundrað leikir í beinni!

Íslenska fótboltasumarið verður hrikalega spennandi en við ætlum að sýna beint frá yfir hundrað leikjum í ár á Stöð 2 Sport.

PEPSI MAX deild karla og kvenna er þegar komin á fullt með stórleikjum og mun halda okkur á tánum fram á haust.  Pepsi Max mörkin eru á sínum stað á fimmtudagskvöldum á Stöð 2 Sport þar sem Helena Ólafsdóttir fjallar um allt sem tengist deildinni og kvennaboltanum og fær til sín gesti til að kryfja leikina til mergjar. Pepsi Max stúkan með Gumma Ben er einnig komin í gang en þar mun Ólafur Jóhannesson sitja í sérfræðingastólnum í sumar.  

Þriðja umferð er hafin í Mjólkurbikar karla og kvenna og nær hámarki um mitt sumar. Úrslitaleikirnir fara fram í haust en aðdragandinn verður æsispennandi.  Sextán liða úrslitin í kvennadeild fara fram 31. maí og 1. júní. Átta liða úrslitin verða leikin 25. og 26 júní og undanúrslitin þann 16. júlí. Úrslitaleikur í kvennadeild fer svo fram 1. október á Laugardalsvelli. 

Karlaliðin leika í 32 liða úrslitum í júní og sextán liða úrslitum í ágúst. Í haust fara svo fram átta liða úrslit og undanúslit eða 2. og 3. október og úrslitin ráðast á Laugardalsvelli þann 16. október.

Frekari upplýsingar um tækifærin í íslenska boltanum er að finna hér

Íslenski boltinn - Birtingarpakkar
Íslenski boltinn - Skjáauglýsingar
Pepsi Max Karla og Kvenna - Birtingarpakki


Ekki hika við að hafa samband við viðskiptastjóra til að fá frekari leiðbeiningar um hvað hentar best.