Fara á efnissvæði
Til baka

Íslenskt í Febrúar á Stöð 2

mánudagur, 1. febrúar 2021
Íslenskt í Febrúar á Stöð 2

UM LAND ALLT

Kristján Már Unnarsson heimsækir Brúnasand, yngstu sveit Íslands. Hún varð til eftir að hraun Skaftárelda skóp búsetuskilyrði á svæði sem áður var jökulsandur. Hefðbundinn sveitabúskapur hefur vikið á síðustu áratugum en borgarbúar í staðinn fundið sér athvarf í einstakri umgjörð. Þar er hafin smíði hótels, sem ætlað er að verða stærsti vinnustaður Skaftárhrepps.

Um Land Allt hefst mánudaginn 15. febrúar

DRAUMAHEIMILÐ

Draumaheimilið er sjónvarpsþáttur þar sem fylgst er með Íslendingum í fasteignahugleiðingum taka eina af stærstu ákvörðunum lífsins, hvaða eign skal kaupa. Í hverjum þætti er fylgst með kaupendum velja á milli þriggja eigna og vega og meta hvaða eign hentar best. Það eru margar ákvarðanir sem fylgja fasteignakaupum auk verðs og staðsetningar; skólahverfi, íþróttafélag nánd við miðbæ auk ástands eignarinnar svo eitthvað sé nefnt. Auk þess að fylgjast með þessum stóra áfanga í lífi fólks munu áhorfendur fá góð ráð frá iðnaðarmönnum og öðrum fagaðilum. 

Fjölmiðlakonan Hugrún Halldórsdóttir verður þáttastjórnandi og mun spjalla við kaupendur á meðan ferlinu vindur fram. Fjölmiðlamaðurinn og leikstjórinn Benedikt Valsson hefur veg og vanda að framleiðslunni fyrir hönd Skot Productions. 

Draumaheimilið hefst miðvikudaginn 17. febrúar 

BBQ KÓNGURINN

Grillþættir af bestu gerð þar sem  Alfreð Fannar býður okkur aftur velkomin á pallinn heima hjá sér í Grindavík. BBQ kónginum finnst engin ástæða til að pakka grillinu niður yfir veturinn og heldur ótrauður áfram að sinna ástríðu sinni og reiðir áfram góðar og girnilegar grillveislur. Hvað er betra en sjóðandi heitur Texas bjórpottréttur, grilluð nautarif, ostafylltar pulled pork kúlur og andalæri á grillaðri vöfflu. Að sjálfsögðu verða alvöru steikur ekki langt undan, ribeye að hætti kóngsins, fyllt lambalæri og rándýrt Wagu smakk svo eitthvað sé nefnt.

BBQ Kóngurinn hefst sunnudaginn 18. febrúar

LEITIN AÐ UPPRUNANUM

Í þessari fjórðu þáttaröð heimsækir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir nokkra af þeim viðmælendum sem leyfðu þjóðinni að fylgjast með leit sinni að upprunanum og ræðir við þá um upplifun þeirra með kostum og göllum. Hvað hefur á drifið á daga þeirra frá því þeir fundu blóðskylda ættingja sína? Halda þeir sambandi við fjölskyldurnar? Hafa þeir heimsótt upprunalandið öðru sinni? 

Auk þess heyrum við sögur fólks sem tók þá ákvörðun að hefja sjálft upprunaleit eftir að hafa fylgst með öðrum gera slíkt hið sama á sjónvarpsskjánum. Magnaðar sögur sem láta engan ósnortinn.

Leitin að upprunanum hefst sunnudaginn 21. febrúar