Fara á efnissvæði
Til baka

Lillý Valgerður og Sunna unnu til verðlauna

mánudagur, 13. mars 2023
Lillý Valgerður og Sunna unnu til verðlauna

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar vann til tveggja verðlauna þann 10. mars þegar Blaðamannaverðlaunin 2023 voru veitt.

Lillý Valgerður Pétursdóttir hlaut verðlaun fyrir Viðtal ársins 2022 við Arnar Þór Ómarsson og Petru Bergrúnu Axelsdóttur, íbúa á Þórshöfn á Langanesi, um aðdraganda andláts Berglindar Bjargar Arnardóttur, tveggja ára dóttur þeirra, úr Covid-19.

Sunna Valgerðardóttir hlaut Blaðamannaverðlaun ársins fyrir fréttaskýringar en í þættinum Kompás varpaði Sunna nýju ljósi á trúarofbeldi innan sértrúarsöfnuða og ýmissa hópa sem fást við andleg málefni, og afleiðingar þess.