Fara á efnissvæði
Til baka

Stærstu fótboltamót Evrópu á Stöð 2 Sport

miðvikudagur, 15. september 2021
Stærstu fótboltamót Evrópu á Stöð 2 Sport

Fótboltinn er á fljúgandi siglingu hjá okkur en Stöð 2 Sport sýnir frá helstu leikjum allra stærstu fótboltamóta Evrópu í vetur. Meistaradeildin, Evrópudeildin og Sambandsdeildin eru komnar í gang og Þjóðadeildin nær hámarki í október.

Meistaradeildin verður með breyttu fyrirkomulagi þetta árið en Stöð 2 Sport deilir útsendingarrétti á Evrópuboltanum með Viaplay. Átta leikir í hverri leikviku verða í beinni hjá okkur auk þes sem öllum leikjum dagsins eru gerð skil í uppgjörsþættinum Meistaradeildarmörkin í umsjón Gumma Ben og Kjartans Atla.

Íslendingar eru ekkert að grínast þegar kemur að fótbolta en í sumar slógum við áhorfsmet á íslenska boltann þegar meðal dekkun skv. PPM mælum og myndlyklum var 8.299 manns á leik*.  Við búum okkur undir annað eins í vetur en 18.022 einstaklingar eru með áskrift að Stöð 2 Sport þegar þetta er skrifað og mun sá fjöldi einungis aukast hjá okkur í vetur!

Tryggðu þér besta sætið og sýnileika í stærstu fótboltamótum Evrópu

Þjóðadeildin

Meistara- Evrópu- og Sambandsdeildin

Golden Break 

* Heimild: Rafrænar Ljósvakamælingar Gallup