Fara á efnissvæði
Til baka

Stöð 2 bjargar sumrinu

mánudagur, 14. júní 2021
Stöð 2 bjargar sumrinu

Hafðu ekki áhyggjur af veðurspánni í sumar, Stöð 2 kemur okkur í gegnum rigningu, snjókomu og súld. Þessir þættir eru ýmist í gangi eða hefja göngu sína í júní. Góða skemmtun.

Golfarinn 3

Hófst miðvikudaginn 2. júní

Golfarinn er skemmtileg þáttaröð í umsjón Hlyns Sigurðssonar, Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og Birgis Leifs Hafþórssonar þar sem fjallað er um allar hliðar golfsins. Í þáttunum í sumar munum við fylgjast með vinum keppa sín á milli, sjáum byrjendur stíga sín fyrstu skref í golfinu og gefum áhorfendum góð ráð hvernig megi bæta megi leik sinn. Þekktir kylfingar segja frá sinni uppáhalds golfholu auk þess sem við kynnum okkur öll nýjustu tæki og tól sem hjálpa okkur að lækka forgjöfina.

GYM 2

Hófst sunnudaginn 25. maí

Önnur þáttaröð þessara frábæru þátta í umsjón Birnu Maríu Másdóttur sem ræðir við íþróttafólk og áhugafólk um heilbrigðan lífstíl á léttu nótunum. Birna æfir með þeim, ræðir næringu og endurheimt og skyggnist í þeirra daglega líf. Birna hittir meðal annars heimsmeistarann Júlían J.K. Jóhannsson, fótboltasérfræðinginn Hjörvar Hafliðason, leikkonuna Donnu Cruz og fimleikadrottninguna Kolbrúnu Þöll.

Shrill 3

Hófst þriðjudaginn 1. júní

Þriðja og jafnframt síðasta þáttaröð þessara frábæru gamanþátta um Annie sem er í yfirvigt og er tilbúin í breytingu í lífi sínu án þess þó að það hafi áhrif á líkamsþyngd hennar. Hún reynir fyrir sér í blaðamennsku en fær fá tækifæri hjá yfirmanni sínum og lítinn stuðning hjá kærastanum sem gerir lítið úr henni við hvert tækifæri. Á endanum fær hún nóg og tekur málin í sínar hendur. Hún er þreytt á því að vera ekki nógu góð fyrir aðra og tekur afdrifarík skref í áttina að nýju lífi.

The Girlfriend Experience 3

Hófst þriðjudaginn 1. júní

Þriðja þáttaröð þessara dramatísku þátta sem byggðir eru á samnefndri kvikmynd í leikstjórn Stevens Soderbergh. Í þessari þriðju þáttaröð fá áhorfendur að kynnast nýjum persónum úr vændisveröld elítunnar og fylgjast með þeim harmleik sem því lífi fylgir.

The Titan Games

Hófst fimmtudaginn 3. júní

Dwayne "The Rock" Johnson er kynnir í þessari merkilegu keppni, Jötnaleikarnir, sem byggir á trú Dwayne´s að innra með okkur öllum sé styrkur til að gera stórkostlega hluti.

NCIS New Orleans 6

Hófst fimmtudaginn 3. júní  

Spennuþættir sem gerast í New Orleans og fjalla um starfsmenn systurdeildarinnar í höfuðborginni Washington sem einnig hafa það sérsvið að rannsaka alvarlega glæpi sem tengjast sjóhernum eða strandgæslunni á einn eða annan hátt.

Keeping Faith 3

Hófst sunnudaginn 6. júní

Eve Myles snýr aftur sem lögfræðingurinn Faith í þessari þriðju þáttaröð. Faith reynir að komast í gegn um skilnaðinn og á sama tíma fær hún á borð til sín erfitt mál sem tekur sinn toll. Meðan allt þetta gengur á er hún trufluð með símtölum úr óþekktu númeri.

A Black Lady Sketch Show 2

Hófst fimmtudaginn 10. júní

Stórskemmtilegur sketsaþáttur frá HBO sem er skrifaður af skemmtikraftinum og leikkonunni Robin Thede. Hún leikur sjálf hlutverk í þáttunum en hefur einnig fengið í lið með sér frábæran hóp af leikurum og grínistum.

Wentworth 9

Hófst mánudaginn 14. júní

Níunda og jafnframt síðasta þáttaröðin af þessum dramatísku spennuþáttum um lífið innan veggja hættulegasta kvennafangelsi Ástralíu. Eins og við höfum kynnst úr fyrri þáttarröðum getur allt gerst innan, sem utan, veggja fangelsisins og engin er óhultur. "The Freak" er orðin söm við sig svo það er von á sprengju. Hverjir munu á endanum lifa af?

Grand Designs Australia 9

Hefst sunnudaginn 27. júní

Frábærir þættir þar sem fylgst er með stórkostlegum endurbótum á heimilum þar sem oftar en ekki er einblýnt á nútímahönnun, orkunýtni, hvernig á að hámarka nýtingu á plássi og útsýni. Hér sjáum við fjölskyldur og einstaklinga leggja allt í sölurnar til þess að eignast sitt fullkomna draumaheimili.

Making It

Hefst mánudaginn 28. júní

Ótrúlega frumlegir og fyndnir þættir í umsjá spéfuglanna Amy Poehler og Nich Offerman. Hæfileikaríkir föndrarar láta til sín taka í vinsamlegri keppni þar sem sköpunargleðin ræður ríkjum.

Saved By the Bell

Hefst þriðjudaginn 29. júní

Framhaldsþáttaröð vinsælla gamanþátta frá tíunda áratugnum sem báru sama nafn. Zack Morris er orðin ríkisstjóri í Kaliforníu og hefur sett á laggirnar prógram þar sem unglingar frá tekjulágum fjölskyldum fá flutning í gamla skólann hans, Bayside High, sem er mikill snobbskóli og allt annað en krakkarnir hafa vanist.

Flipping Exes

Hófst mánudaginn 24. maí

Raunveruleikaþættir um fyrrverandi par og núverandi samstarfsfélaga sem starfa við fasteignabrask í Indianapolis, Indiana.

Coroner

Hófst miðvikudaginn 26. maí

Leyndardómsfullir sakamálaþættir frá 2019 sem byggðir eru á vinsælum bókaflokki. Jenny Cooper er ný tekin við starfi dánardómstjóra í Toronto, þar sem hún rannsakar röð dularfullra andláta. Áhugi hennar á dauðanum er allt að því óheilbrigður en sjálf hefur hún sýna djöfla að draga.

The Greatest Dancer 2

Hófst föstudaginn 28. maí

Dans- og skemmtiþáttur þar sem gleði, glamúr og taumlaus hamingja ráða ríkjum. Í hverjum þætti sjáum við stórkostleg dansatriði frá ólíkum dönsurum á öllum aldri. Kynnar eru stórstjörnurnar Alesha Dixon og Jordan Banjo og dans-leiðbeinendur eru meðal annars söngkonan Cheryl og Matthew Morrison sem áhorfendum þekkja úr þáttunum Glee.

The Bold Type 5

Hófst mánudaginn 31. maí

Fimmta þáttaröð þessara frábæru þátta sem fjalla um þrjár glæsilegar framakonur og líf þeirra og störf á alþjóðlegu tísku- og lífstílstímariti. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera í hringiðju tískunnar í New York því auk þess að sinna starfi sínu vel og lifa öfundsverðu lífi lenda vinkonurnar í ýmiss konar aðstæðum sem reyna á.