Fara á efnissvæði
Til baka

Sumarveisla í golfinu á Stöð 2 Sport

þriðjudagur, 20. apríl 2021
Sumarveisla í golfinu á Stöð 2 Sport

Spennandi golfsumar er að bresta á og við gerum því góð skil. Stöð 2 Golf sýnir frá vinsælustu og skemmtilegustu golfmótum heims: PGA og LPGA mótaraðirnar, Evrópumótaraðirnar og hin ­fjögur árlegu risamót - The Masters, The US Open, The Open og PGA Championship, ásamt Ryder Cup sem fer fram í september annað hvert ár.

Framundan eru yfir þrjátíu viðburðir á stærstu golfmótum sumarsins. Við hefjum sumarvertíðina strax í maí á PGA Championship, árlegu stórmóti atvinnukylfinga þar sem hinir allra bestu keppast um bikarinn.  Auk þess vinnur sigurvegari mótsins sér inn rétt til að  spila á Masters mótinu, US Open, British Open og The Players meistaramótinu næstu fimm árin og á PGA meistaramótinu alla ævi.

Í júní sýnum við frá US Open, bæði karla og kvenna. US Open er gjarnan talið eitt erfiðasta mótið sem reynir mjög á færni kylfinga enda hraðinn á flötunum er vel á annan tug stimpmetra.  Í júní fer einnig fram KPMGA Women´s PGA Championship þar sem hæfustu kylfingar heims í kvennagolfi etja kappi. Golfveislan er þó bara rétt að byrja því The Open, elsta og virtasta golfmót heims fer fram í júlí.  The Evian Championship fer einnig fram í júlí á Evian golfvellinum í Frakklandi, þar sem atvinnukylfingar í kvennagolfi etja kappi.

Í ágúst heldur World Golf Championship mótaröðin áfram og í ágúst fer einnig fram Women´s British Open þar sem allar bestu atvinnumanneskjur í golfi keppa um bikarinn.

Tryggðu þér sýnileika í öllum stærstu golfviðburðum sumarsins því þetta verður ekkert annað en veisla!