Fara á efnissvæði
Til baka

Við komum hlaupandi inn í 2021

fimmtudagur, 29. apríl 2021
Við komum hlaupandi inn í 2021

Við erum að springa úr stolti af Vísi en vefurinn hefur verið mest lesni miðill landsins frá því í haust! Þetta kemur fram í skýrslum MMR um netmiðlanotkun Íslendinga. Í mælingu fyrsta ársfjórðungs kemur fram að 84% þjóðarinnar skoða Vísi vikulega og 62% daglega. Í vikulegum lestrarmælingum Gallup kemur fram að Vísir hefur verið mest lesni miðill landsins í níu vikur af þeim tólf sem liðnar eru af árinu. Þegar þessar tölur eru bornar saman við aðra miðla, sama hvort um ræðir vefmiðil, útvarp eða sjónvarp, sést að Vísir er í fyrsta sæti.

EM2020 fer að hefjast!

Undirbúningur fyrir stærsta sjónvarpsviðburð ársins er hafinn og við hlökkum gríðarlega mikið til. EM er einn stærsti íþróttaviðburður í heimi en yfir tveir milljarðar manna horfðu EM 2016 og 600 milljónir horfðu á úrslitaleikinn Portúgal – Frakkland. Við ætlum okkur að halda uppi sannkallaðri EM stemmingu á Íslandi frá 11. júní til 11. júlí.

Stöð 2

Við kynntum glænýjan fjölskyldupakka á Stöð 2 í mars sem seldist eins og heitar lummur en nú geta einstaklingar og fjölskyldur tryggt sér fjarskipti, síma og áskrift á gríðarlega góðum kjörum eða 19.900 krónur.  Áskrifendum fjölgar en  í þessum töluðu orðum eru 40.968 heimili með áskrift að Stöð 2+ sem er töluverð aukning á síðustu 12 mánuðum og 31.400 heimili með áskrift að Stöð 2. Dagskrárgerð Stöðvar 2 er  afar metnaðarfull en fjöldi nýrra íslenskra þátta hóf göngu sína á fyrsta ársfjórðungi en þar má nefna BBQ Kóngurinn, Draumaheimilið, Leitin að upprunanum, Blindur bakstur, Heimsókn, Vegferð og Skreytum hús.

Stafræn hlustun

Hlustun á útvarpsmiðla færist hratt yfir í stafræna veröld og eftir að við uppfærðum Bylgju appið okkar í október á síðast ári hafa 64.000 einstaklingar uppfært appið hjá sér. Bylgju appið markaði tímamót þegar það kom út 2013 sem fyrsta appið sem bauð upp á íslenskar útvarpsstöðvar og var á íslensku. Hlustendur geta nú streymt útvarpsmiðlunum okkar í gegnum síma, tölvur eða heimilistæki.

Tvær nýjar vörur kynntar til leiks fyrir auglýsendur

Við kynntum til leiks tvær nýjar vörur sem fyrirtæki geta nýtt sér til að ná betur til sinna markhópa.