
Við erum áfram með vinsælustu samsetningu miðla landsins samkvæmt mælingum Gallup á þriðja ársfjórðungi 2021. Miðlarnir okkar dekka 76,1% landsmanna á dag, sem er 3% aukning milli ársfjórðunga, og 95,4% á viku, sem er 2% aukning milli ársfjórðunga. Miðlarnir okkar eru Stöð 2, Vísir, Bylgjan, FM957 og X-977.
Þetta er frábær árangur og afrakstur metnaðarfullrar vinnu okkar fólks. Við erum ekkert að grínast með kjörorðin okkar „við viljum vera með þér“.