
Vísir er stærsti vefmiðill landsins¹ Það hefur hann verið samfleytt síðustu 12 vikur og að meðaltali á viku það sem af er árinu 2021.²
Að meðaltali hafa 218.000 manns heimsótt Vísi daglega á þessu ári, sem er 14% aukning milli ára.¹ 62% allra í aldurshópnum 18-49 ára heimsækja Vísi daglega og 88,5% allra í aldurshópnum 18-49 ára heimsækja Vísi vikulega.³
Þau Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri og Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri leiða enda einvalalið blaðamanna sem lætur ekkert fram hjá sér fara og skilar metnaðarfullu efni á vefinn hvern einasta dag. Við erum að rifna af stolti!
Heimildir
¹Netmiðlamælingar Gallup, innlendir gestir á dag, V1-41 2021.
²Netmiðlamælingar Gallup, innlendir gestir á dag.
³Netmiðlamælingar Gallup, 2. ársfjórðungur 2021.