Til baka
UMFERÐAFRÉTTIR Á BYLGJUNNI
Óháð tíma

Umferðafréttir eru reglulegur dagskrárliður og órjúfanlegur hluti af tveimur af vinsælustu útvarpsþáttum landsins, Í Bítið og Reykjavík Síðdegis. Umferðafréttir eru mikilvæg þjónusta við okkar hlustendur sem margir hverjir eru að hlusta úti í umferðinni.
Í umferðafréttum, sem lesnar eru af dagskrárgerðarmönnum Bylgjunnar, er meðal annars farið yfir lokanir vega eða takmarkanir á umferð vegna vegaframkvæmda, hálku, snjóþyngsli og ýmislegt fleira sem gott er fyrir ökumenn að vita af í umferðinni.
- Umferðafréttir eru fluttar allt að þrisvar sinnum á dag alla virka daga. Tvisvar sinnum með rúmlega klukkutíma millibili í morgunþættinum í Bítið og aftur síðdegis í þættinum Reykjavík Síðdegis.
- Fyrir og eftir umferðarfréttir er spiluð auglýsing frá kostanda. Auglýsingar frá kostanda standa einar og sér út fyrir hefðbundin auglýsingahólf. Auglýsing getur verið allt að 8 sek að lengd.
- Auglýsingainneign að andvirði 100.000 kr. + vsk. á Bylgjunni fylgir með í hverjum mánuði. Inneign verður að nýta innan 3 mánaða.
Verð
450.000
Verð án VSK
