Fara á efnissvæði
Til baka

Haustdagskrá SÝNAR

Davíð Baldursson þriðjudagur, 2. september 2025

SÝN kynnir með stolti haustdagskrá sína, sem býður upp á fjölbreytt og spennandi úrval af afþreyingu, nýjum þáttum og fersku efni sem höfðar til allra aldurshópa.

Helsta breytingin í ár er að frá og með 1. ágúst hafa allir landsmenn fengið aðgang að SÝN í línulegri dagskrá og hefur áhorfið aukist undanfarnar vikur um 76% hjá 12 – 80 ára samanborið við ágúst 2024 og um 88% hjá 12 – 49 ára skv. rafrænum mælingum Gallups. 

Þessi breyting markar mikilvægt skref í aðgengi að fjölbreyttu sjónvarpsefni. Í haust býður dagskráin upp á nýjar og spennandi þáttaraðir ásamt vinsælu efni sem áhorfendur þekkja og kunna að meta. Hér fyrir neðan má finna yfirlit yfir það helsta sem fram undan er í dagskránni. 




KVISS, 6 september

Þessir stórskemmtilegu spurningaþættir halda nú áfram göngu sinni á SÝN. Í þáttunum keppa þekktir Íslendingar fyrir hönd íþróttafélaganna sem þeir styðja og svara spurningum Björns Braga.

Þáttastjórnandi: Björn Bragi

 

BRJÁNN, 14 september

Þáttaröðin fjallar um fjölskyldu og fótbolta og segir söguna af Brjáni sem var mjög efnilegur í fótbolta á sínum yngri árum. Eftir að Eggert Atlason, nú erkióvinur Brjáns, batt enda á feril hans þurfti Brjánn að finna sér ný lífsmarkmið.

Brjánn er Þróttari í húð og hár en fær þó helst útrás fyrir fótboltaáhugann í gegnum tölvuleikinn Football Manager. Brjáni áskotnast fyrir röð tilviljana þjálfarastarf hjá félaginu en vandamál innan fjölskyldufyrirtækisins í bland við þrá Brjáns til að ná fram hefndum gegn Eggerti Atlasyni flækjast verulega fyrir honum.

Leikstjórn: Sigurjón Kjartansson
Handrit: Sólmundur Hólm og Karen Björg Eyfjörð
Framleiðendur: Erlingur Jack Guðmundsson og Sigurjón Kjartansson.
Aðalhlutverk: Halldór Gylfason.

Frekari upplýsingar má finna hér

BANNAÐ AÐ HLÆJA, 3 OKTÓBER

Auðunn Blöndal býður fyndnasta og hláturmildasta fólki landsins í matarboð þar sem bannað er að hlæja. Þátttakendur keppast við að vera eins fyndnir og þeir geta án þess að hlæja sjálfir.

Þáttastjórnandi: Auðunn Blöndal

Frekari upplýsingar má finna hér

ÍSSKÁPASTRÍÐ, 16 OKTÓBER

Keppnin fer þannig fram að keppendur velja sér ísskáp sem ýmist inniheldur hráefni fyrir forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem þau eiga að matreiða á fyrir fram ákveðnum tíma.

Þáttastjórnendur: Eva Laufey, Gummi Ben

 

GULLI BYGGIR, 26 OKTÓBER

Tíunda þáttaröð þessara uppbyggilegu og frábæru þátta í umsjón Gulla Helga sem leiðbeinir fólki, ráðleggur og fylgir eftir við hinar ýmsu heimilisframkvæmdir. Ekkert verkefni er of stórt og hér er leitað lausna á frumlegan og skapandi hátt.

Verkefnin eru af ýmsum toga og allt eru þetta krefjandi áskoranir sem taka oftar en ekki lengri tíma en fólk áætlar en verðlaunin eru gefandi
í lokin.

Í þessari seríu fylgir Gulli fjölskyldu sem flytur frá Grindavík og hefur nýtt líf í Njarðvík og hjónum sem taka allt í gegn hjá sér í Vestmannaeyjum ásamt fleiri verkefnum.

Þáttastjórnandi: Gulli

 

GOTT KVÖLD, 14 nóvember

Gott kvöld eru nýir leiknir grínþættir sem verða á dagsskrá á SÝN í haust. Þættirnir fjalla um Benna og Fannar sem eru með spjallþátt á SÝN þar sem Benni er þáttastjórnandinn og Fannar meðstjórnandi. Í hverjum þætti er fylgst með öllu því sem fram fer baksviðs við gerð þáttanna, upptöku, framleiðslu og undirbúning hvers þáttar á spreng hlægilegan hátt.

Þáttastjórnendur: Benedikt Valsson, Fannar Sveinsson

Frekari upplýsingar má finna hér

Haustdagskrá SÝNAR