Fara á efnissvæði

Sköpun og sterk vörumerki

Við trúum á mikilvægi skapandi hugsunar og þróunar og ætlum okkur að skapa framtíð snjallrar fjölmiðlunar í gegnum breiða starfsemi sterkra vörumerkja.

Hvernig getum við aðstoðað?

Sköpun og sterk vörumerki

Stöð 2

Stöð 2 er fyrsta einkarekna íslenska sjónvarpsstöðin á Íslandi. Stöð 2 hefur frá upphafi verið áskriftarstöð og byggir á aðkeyptu afþreyingarefni og vönduðu, leiknu íslensku skemmtiefni og fréttum.

Áskrifendur Stöðvar 2 eru tekjuhærri einstaklingar og horfa mun meira á sjónvarp. 

Stöð 2 Sport

Þú finnur allt það besta í íþróttunum á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport er með yfir 1.500 beinar útsendingar á hverju ári! Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildin, Pepsi Max-deildirnar, Ensku bikarkeppnirnar (EFL Cup og FA Cup), Spænski og Ítalski boltinn, Domino's-deildirnar, Olís-deildirnar, Inkasso deildirnar, Mjólkurbikarinn, Formula 1, UFC, NFL og allt það sem skiptir mestu máli í heimi íþróttanna.

Vísir

Vísir hefur flutt okkur fréttir í meira en tuttugu ár. Vefurinn fór í loftið þann 1. apríl árið 1998 og þennan fyrsta dag heimsóttu 12 þúsund manns vefinn. Í dag er Vísir einn stærsti vefmiðill landsins en á fjórða ársfjórðungi 2022 heimsóttu 164.731 manns á aldrinum 18-80 ára Vísi daglega eða oftar*.

*Fjölmiðlamæling Gallup, Telmar Q4 2022.

Bylgjan

Bylgjan er fyrsta einkarekna útvarpsstöðin á Íslandi. Hún hóf útsendingar 28. ágúst árið 1986. Haldið er upp á afmæli Bylgjunnar á ári hverju með mismunandi hætti. Rúmlega 145.000 Íslendingar á aldrinum 12 til 80 ára stilla á Bylgjuna í hverri viku! Það gerir Bylgjuna að vinsælustu útvarpsstöð landsins.

FM957

Útvarpsstöðin FM957 var stofnuð 13. júní árið 1989. FM957 hefur starfað sem útvarpsstöð unga fólkins allar götur síðan og þar er nýjasta topp tónlistin hverju sinni. Stærsti markhópur FM957 er aldurinn 18 - 30 ára. FM957 er stærst útvarpsstöðva á Íslandi á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Instagram.

X977

X-977 var stofnuð árið 1993 og hefur allar götur síðan verið svalasta útvarpstöð Íslands. Á X-977 er ekkert kjaftæði, alvöru umræður og besta tónlistin. Stærsti markhópurinn eru karlmenn 18 - 49 ára.