Fara á efnissvæði

Impressions

Birting / Kall (e. Impressions) er talin um leið og auglýsingu er skilað af auglýsingamiðlaranum. Þetta þýðir að ef auglýsingin þín hefur safnað 100 birtingum, þá er engin trygging fyrir því að auglýsingin hafi einhvern tíma farið frá Adnuntius auglýsingamiðlara alla leið í vafra notanda og sést eða jafnvel birst á vefsíðu.
Hvernig getur þú verið viss um að auglýsingin þín hafi birst á vefsíðu? Með því að skoða birtar birtingar. (e. Rendered Impressions)

 

Rendered Impressions

Allar auglýsingar sem keyptar eru á Vísir.is eru birtar birtingar.

Birtar birtingar (e. Rendered Impressions) telja hversu oft auglýsing hefur ferðast frá auglýsingakerfi Vísis í vafra notandans og birst á vefsíðu. Í hvert skipti sem auglýsing er birt á síðu fær Vísir sent merki sem við skráum sem birta birtingu fyrir auglýsinguna. 

 

Visible Impressions

Sýnilegar birtingar (e. Visible Impressions) telja hversu oft auglýsing birtist í útsýni (e. viewport) notandans. Útsýni er sýnilegt svæði hverrar vefsíðu. Um leið og 1% af flatarmáli auglýsingar er komið á skjá notandans er sent merki í auglýsingakerfi Vísis.

Viewable Impressions

Sýnilegri birtingar (e. Viewable Impressions) telja hversu oft 50 % af flatarmáli auglýsingar að lágmarki, birtist í útsýni (e. viewport) notandans í eina sekúndu eða lengur. Útsýni er sýnilegt svæði hverrar vefsíðu og skilgreining á sýnilegri birtingum kemur beint frá IAB (Interactive Advertising Bureau). Um leið og sýnilegri birtingarviðmiðunum er fullnægt er sent merki á auglýsingakerfi Vísis. 

Með sýnilegri birtingum getur þú verið viss um að nóg af flatarmáli auglýsingar hafi verið innan útsýnis endanotanda nægilega lengi til taka eftir henni. 

Inscreen Hlutfall

Nokkur ár eru síðan sýnilegri birtingar (e. viewable impression) varð vinsæl og markviss mælieining í auglýsingaheiminum til að mæla árangur herferða. Samkvæmt skilgreiningu IAB telst auglýsingaborði á netinu vera sýnilegur þegar 50 prósent af pixlum auglýsingarinnar eru á skjánum í eina sekúndu eða lengur. 

Meetrics hafa undanfarin ár gefið út viðmiðunarskýrslu um sýnileika auglýsinga á netmiðlum og hversu hátt hlutfall sýnilegri birtinga á að fylgja herferð á netmiðlum. Hana má nálgast hér