Fara á efnissvæði
Til baka

Nýjir þættir á SYN og SYN+

Davíð Baldursson miðvikudagur, 7. janúar 2026

Veturinn lofar svo sannarlega góðu hjá SYN þar sem við bjóðum upp á fjölda spennandi innlenda sjónvarpsþátta, bæði nýja og endurkomur á vinsælum þáttum sem margir bíða spenntir eftir og ná til breiðs hóps áhorfenda. 

Með vaxandi áhorfi og öflugri dreifingu býður SYN upp á áhrifaríkan vettvang fyrir fyrirtæki sem vilja vera sýnileg þar sem áhorfendur eru. 

Þetta er kjörið tækifæri fyrir auglýsendur að tengja vörumerki sitt við sterkt og eftirsótt efni. Sjónvarp er enn þann dag í dag einn áhrifaríkasti auglýsingamiðillinn, með einstaka getu til að ná athygli áhorfenda, byggja upp sterka tilfinningatengingu og traust.

Vikulega horfa yfir 155.000 manns á sjónvarpsstöðvar SYN skv. mælingum Gallup. 


HVAR ER BEST AÐ BÚA? 18 JANÚAR

Lóa Pind hefur nú sína sjöttu þáttaröð af Hvar er best að búa en hún heimsækir Íslendinga sem hafa látið drauminn um að búa í útlöndum rætast. Áhorfendur fá innsýn í daglegt líf þeirra og Lóa leitast við að svara spurningum sem brenna á okkur sem ekki höfum tekið þetta skref. Hvað verður til þess að fólk rífur sig upp
með rótum og flytur til annarra landa? Hvernig gengur því að aðlagast nýju samfélagi? Hverjar eru helstu áskoranirnar í hverju landi og eru lífsgæðin betri en hér á Íslandi?

Þáttastjórnandi: Lóa Pind

VILTU FINNA MILLJÓN? JANÚAR

Viltu finna milljón eru fjármála- og fræðsluþættir á SÝN í umsjón Hrefnu Sverrisdóttur og Arnar Þórs Ólafsonar. Í þættinum keppast pör við að taka fjármálin sín í gegn auk þess að takast á við ýmsar áskoranir þegar það kemur að neyslu. Þátttakendur keppast á við að lækka útgjöld heimilisins með ýmsum leiðum. 

Þáttastjórnendur: Hrefna Sverrisdóttir og Arnar Þór Ólafson. 

FLUGÞJÓÐIN, 3 FEBRÚAR

Flugþjóðin er þáttaröð í umsjón Kristjáns Más þar sem við fáum að kynnast flugstarfsemi Íslendinga og útrás íslenska fluggeirans. Þættirnir hafa slegið í gegn hjá áhorfendum og fengið mikið umtal í þjóðfélagsumræðunni.

Þáttastjórnandi: Kristján Már Unnarsson

SPURNINGASPRETTUR, 21 FEBRÚAR

Spurningasprettur er þáttur í anda þátta eins og Viltu vinna milljón og fleiri þekktra þátta en hér fær Gummi Ben keppendur alls staðar að af landinu til að reyna vinna allt að þremur milljónum króna. Skemmtilegar spurningar á öllum erfiðleikastigum sem munu fá áhorfendur heima til að naga neglurnar af spennu. Hver keppandi mætir með sína helstu stuðningsmenn í settið og getur nýtt þekkingu þeirra á ákveðnum tímapunkti. Í hverjum þætti verða 1-3 keppendur eftir því hvernig þátttakendur standa sig.

Þáttastjórnandi: Gummi Ben

Frekari upplýsingar um kostun má finna hér

TÓNLISTARMENNIRNIR OKKAR, 1 MARS

Tónlistarmennirnar okkar eru heimildar- og viðtalsþættir þar sem sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal hittir nokkur af ástælustu tónlistarmönnum okkar, fylgir þeim eftir í leik og störfum og fer yfir feril þeirra.

Þáttastjórnandi: Auðun Blöndal

Frekari upplýsingar um kostun má finna hér

TASKMASTER, MARS

Taskmaster eru breskir gamanþættir sem sameina keppni, furuleika og húmor á einstakan hátt. Þættirnir hafa verið ótrúlega vinsælir um allan heim og búið er að framleiða 20 seríur, einnig hafa verið gerðar útgáfur af þáttunum um allan heim meðal annars á norðurlöndunum, Nýja-sjálandi, Kanada og Bandaríkjunum.

Í hverri þáttaröð keppa fimm grínistar eða skemmtikraftar í því að leysa alls konar skrýtnar, fyndnar og oft mjög ruglingslegar þrautir.

Þáttastjórnendur: Ari Eldjárn og Jóhann Alfreðs

Frekari upplýsingar um kostun má finna hér

Nýjir þættir á SYN og SYN+